Viðskiptaskilmálar


Inngangur og gildissvið

Hér á eftir fara viðskiptaskilmálar netverslunarinnar TSL.IS sem er í eigu Vörulands ehf. kt. 450324-1160 með vsk. nr. 152371, hér eftir sameiginlega nefnt seljandi.

Seljandi áskilur sér einhliða rétt til að breyta viðskiptaskilmálum þessum án fyrirvara. Breytingar á viðskiptaskilmálum þessum eru ekki afturvirkar.

Viðskiptaskilmálar þessir gilda um sölu á vörum og þjónustu seljanda til viðskiptavina. Þegar viðskiptavinur staðfestir pöntun í netverslun seljanda samþykkir viðskiptavinur þessa viðskiptaskilmála.


Pöntun

Pöntun er bindandi þegar viðskiptavinur hefur staðfest pöntun og greitt vöru á netverslun seljanda. Eins er seljandi skuldbundinn að afgreiða pöntun til viðskiptavinar. 

Ef grunur er um misferli, sviksamlegt athæfi eða hugbúnaðargalla í netverslun við pöntun áskilur seljandi sér rétt til þess að hafna greiðslu og afgreiðslu pöntunar.  Ennfremur áskilur seljandi sér rétt til að aflýsa í heild eða að hluta til pöntun viðskiptavinar ef að varan er uppseld.


Verð

Það verð gildir sem er í gildi þegar pöntun og greiðsla fer fram. Verð eru birt með fyrirvara um prentvillur. Seljandi áskilur sér rétt til að aflýsa pöntun ef sannarlega eru skráðar rangar verðupplýsingar á netverslun seljanda. Verðbreytingar eru ekki auglýstar fyrirfram.

Verð eru gefin upp í íslenskum krónum (ISK) með virðisaukaskatti inniföldum.


Greiðslur

Hægt er að inna greiðslu af hendi með kredit eða debetkortum. Greiðslur fara fram í gegnum örugga greiðslusíðu Verifone. Seljandi fær aldrei upplýsingar um greiðslukortanúmer heldur aðeins upplýsingar um hvort greiðsla hafi farið í gegn eða ekki og hvaða greiðslumáti var notaður.

Ef grunur er um misferli eða sviksamlegt athæfi við greiðslu áskilur seljandi sér rétt til þess að hafna greiðslu og afgreiðslu pöntunar.


Afgreiðslutími og afhending

Afgreiðsla pantana fer fram á skrifstofutíma þ.e. mánudaga-fimmtudaga 8:30-16:30 og föstudaga 8:30-15:00. 

Viðskiptavinur getur valið um að sækja vörur í vöruhús seljanda að Hlíðasmára 12, 203 Kópavogi eða fá vörur sendar með Dropp eða Póstinum. Ef valið er að fá vörur sendar bætist við sendingargjald og upphæð sendingargalds fer eftir því hvaða sendingarmáti er valinn.


Skilaréttur og endurgreiðslur

Skilafrestur á vöru er 14 dagar gegn framvísun kaupnótu. Varan þarf að vera í upprunalegu ástandi að öllu leyti þ.e. óopnuð, ónotuð og í upprunalegum umbúðum. Sé varan í plasti eða með innsigli má ekki rjúfa það.

Endurgreiðslur eru framkvæmdar inn á það greiðslukort sem notað var við upphafleg kaup. Póstburðar- og flutningsgjöld eru ekki endurgreidd og kostnaður við endursendingu á vörum eru á ábyrgð viðskiptavinar. Viðskiptavinur ber ábyrgð á vöru á meðan endursendingu/flutningi stendur. Endurgreiðsla fer fram þegar varan er komin til baka í vöruhús seljanda.

Útsöluvörum fæst hvorki skipt né skilað.


Ábyrgð

Ábyrgð vegna galla á vöru er í samræmi við neytendakaupalög 48/2003 og miðast við kaupdagsetningu til einstaklinga utan atvinnustarfsemi. Ef um ræðir sölu á vöru til fyrirtækis (atvinnustarfsemi) er ábyrgð á galla 1 ár frá kaupdagsettningu samkvæmt lögum um lausafjárkaup lög nr 50/2000.

Seljandi áskilur sér þann rétt að meta hvert tilfelli fyrir sig í samráði við framleiðanda og sannreyna þannig hvort vara teljist gölluð.  Ábyrgð fellur niður ef bilun má rekja til illrar eða rangrar meðferðar.  Ábyrgðin nær ekki til eðlilegs slits á vöru. Flutningskostnaður á gallaðari vöru til og frá seljanda fellur ekki undir ábyrgð og er á ábyrgð viðskiptavinar.  Ábyrgð á vöru fellur niður ef viðgerð eða tilraun til viðgerðar hefur verið gerð af öðrum en seljanda.

Kaupnóta telst ábyrgðarskírteini og skal framvísa henni til staðfestingar á ábyrgð og gildir ábyrgðin frá kaupdegi.

Seljandi ber enga ábyrgð á öðrum eigum viðskiptavinar sem kunna að bila eða tjónast vegna notkunar á vörum frá seljanda. 

 

Eignaréttur

Seldar vörur eru eign seljanda þar til kaupverð er að fullu greitt.
Reikningsviðskipti eða önnur lánaform afnema ekki eignarétt seljanda fyrr en full greiðsla hefur borist.

 

Úrlausn vafamála

Ávallt skal reyna að leysa öll mál á sem einfaldastan hátt. Ef það er ekki mögulegt er hægt að bera málið undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárskaupa sem hýst er af Neytendastofu. Síðasta úrræði er að hægt er að fara með málið fyrir dómstóla. Það skal gera í íslenskri lögsögu og í lögsagnarumdæmi seljanda.