Persónuverndarstefna

TSL.IS er umhugað um persónuvernd sinna viðskiptavina og varðveitir allar persónuupplýsingar í samræmi við lög og reglur. Fram kemur í 6. gr. laga nr. 90/2018, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, í hvaða tilvikum TSL.is er heimilt að vinna með persónuupplýsingar viðskiptavina. Þar kemur meðal annars fram að vinnsla persónuupplýsinga verður að byggja á samþykki viðskiptavinar eða ákvæðum laga. 

TSL.IS notast við vefkökur (Cookies) og safnar því upplýsingum um þá sem fara um heimasíðuna. Einnig er nauðsynlegum persónuupplýsingum safnað ef skilaboð eru send í gegnum vefsíðuna og þegar verslað er í netverslun. Við pöntun staðfestir viðskiptavinur að þessar upplýsingar vistist í viðskiptavinagrunn TSL.is.

TSL.IS skuldbindur sig til að fara með persónuupplýsingar sem trúnaðarmál og ekki undir neinum kringumstæðum afhenda þær eða selja til þriðja aðila.

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi vinnslu persónuupplýsinga þinna, vinsamlegast hafðu samband með því að senda skilaboð í gegnum vefsíðuna eða senda tölvupóst á [email protected].